15.04.1986
Neðri deild: 80. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3808 í B-deild Alþingistíðinda. (3488)

368. mál, selveiðar við Ísland

Pálmi Jónsson:

Herra forseti. Frv. þetta er að mínum dómi stjórnskipulega rangt. Önnur efnisatriði þess eru einnig meira en vafasöm. Með frv. er verið að færa frjálsar hlunnindanytjar bújarða undir margbrotið miðstýringarkerfi og forræði eins manns, sjútvrh. Þetta miðstýringarkerfi virðist betur fallið til þess að torvelda selveiðar en örva. Ég er andvígur þessu frv. Ég segi nei.