05.11.1985
Sameinað þing: 11. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 410 í B-deild Alþingistíðinda. (353)

68. mál, lán Byggðasjóðs til Flugfisks - Flateyri hf.

Iðnrh. (Albert Guðmundsson):

Herra forseti. Það kom hér fsp. frá fyrirspyrjanda til mín sem varðar kannske ekki beint það mál sem er á dagskrá en inn í þessar umræður kom spurning er varðar vandamál húsbyggjenda. Ég vil svara þessari spurningu með stuttu svari. Ég tel fráleitt að gera ekki ráðstafanir til að koma í veg fyrir að fólk missi húseignir sínar. Flestir eru í vanda vegna þess að krónan, sem fólk fær greidd í laun, minnkar að verðgildi milli launagreiðslna til fólks en krónan, sem er föst í lánum sem fólkið á að greiða, er verðtryggð og eykur heldur sitt verðgildi en hitt.