16.04.1986
Efri deild: 77. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3939 í B-deild Alþingistíðinda. (3561)

295. mál, sakadómur í ávana- og fíkniefnamálum

Frsm. (Jón Kristjánsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir áliti allshn. um frv. til laga um sakadóm í ávana- og fíkniefnamálum.

Frv. hefur verið til umræðu í Nd. og var samþykkt þar með nokkrum breytingum sem liggja fyrir á þskj. 847. Nefndin hefur rætt frv. og hafa komið til viðtals við nefndina þeir aðilar sem undirbjuggu málið. Nefndin mælir með að frv. verði samþykkt óbreytt og skrifar nefndin öll undir nál.

Síðan málið var afgreitt frá nefndinni hefur borist skrifleg grg. frá Hallvarði Einvarðssyni rannsóknarlögreglustjóra og vil ég mælast til þess að nefndin fái ráðrúm til að taka þá grg. til umræðu á milli 2. og 3. umr. málsins, en nefndin mælir með að það verði samþykkt til 3. umr.