16.04.1986
Efri deild: 78. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3970 í B-deild Alþingistíðinda. (3622)

248. mál, póstlög

Jón Kristjánsson:

Virðulegi forseti. Þessi till., sem hér um ræðir, kom til umræðu í hv. samgn. en ekki fyrr en á lokastigi starfs nefndarinnar. Ég hef þá afstöðu að ég vil skoða þetta mál betur og er ekki reiðubúinn á þessu stigi að samþykkja hana. Þetta þýðir að þarna er hleypt af stað eða opnað fyrir bankastarfsemi. Það má vel vera að það sé af hinu góða en það er með öllu óljóst hvernig það yrði úttært. Þess vegna treysti ég mér ekki til að greiða atkvæði með þessari brtt.