16.04.1986
Neðri deild: 83. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4009 í B-deild Alþingistíðinda. (3678)

54. mál, sveitarstjórnarlög

Frsm. meiri hl. (Friðrik Sophusson):

Herra forseti. Hv. félmn. Nd. kom saman til fundar nú í fundahléi og ræddi fram komna brtt. sem samþykkt var í Ed., en þetta er brtt. á þskj. 849 flutt af hæstv. félmrh. Þessi brtt., sem samþykkt var í Ed., gerir ráð fyrir því að sýslunefndir, sem kjörnar verða um leið og sveitarstjórnarkosningar fara fram í vor, hafi umboð til ársloka 1988 í stað ársloka 1987 eins og gert hafði verið ráð fyrir í frv. eins og það var samþykkt frá Nd. á sínum tíma.

Meiri hl. félmn. leggur til að frv. verði samþykkt eins og það kom, svo breytt, frá hv. Ed.