17.04.1986
Neðri deild: 84. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4016 í B-deild Alþingistíðinda. (3700)

Um þingsköp

Svavar Gestsson:

Herra forseti. í morgun urðu nokkrar umræður um þinghaldið í dag þar sem ég var viðstaddur og formenn þingflokka stjórnarliðsins. Þá var um það rætt, þannig að það sé skýrt hér fyrir þingheimi, að seðlabankafrumvarpið yrði afgreitt frá 2. og 3. umr. í dag, að nokkur mál sem ágreiningslítil væru eða líklega ágreiningslaus, 1 umr. mál sem hafa hlotið afgreiðslu í Ed., færu til nefndar. Ég hafði skilið þessa umræður þannig að frv. um lögverdun á starfsheiti kennara væri ágreiningslaust mál og þess vegna væri hægt að gera ráð fyrir að taka það til 2. og 3. umr. í dag á tiltölulega mjög stuttum tíma. Ég vil lýsa því yfir fyrir mitt leyti að ég er tilbúinn að standa að því að hlutir verði með þeim hætti. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu þar sem hér er um ágreiningslaust mál að ræða og ég skil ekki hvað því veldur að stjórnarleiðið tregðast við að halda áfram þessu máli. Það er nokkur nýlunda þegar kemur að lokum þings að stjórnarliðar séu að þæfast fyrir. Það er nokkur nýlunda í tíð þessarar stjórnar því að tafir undanfarna daga á meðferð mála hafa aðallega átt rætur að rekja til stjórnarliðsins, en það kemur mér á óvart að þetta mál, sem mér hefur skilist að væri orðið samkomulagsmál, eigi að gjalda þess ástands sem er í stjórnarliðinu síðustu daga þingsins þar sem menn viðast vera með innantökur út af smáu og stóru.