17.04.1986
Neðri deild: 84. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4016 í B-deild Alþingistíðinda. (3701)

Um þingsköp

Forseti (Ingvar Gíslason):

Út af þessari ræðu hv. 3. þm. Reykv. vil ég að það komi fram að ekki stendur á forsefa að halda fund um ýmis önnur mál sem á dagskrá eru, þar á meðal þetta mál, en sá hængur er á að það vantar fulltrúa eins þingflokksins, Kvennalistans, og ég hef nokkurn veginn vissu fyrir því að það yrði tekið óstinnt upp af hv. fulltrúum sem sæti eiga í deildinni úr þeim flokki ef þetta mál, sem hér um ræðir, yrði tekið fyrir nú, og hafa fulltrúar Kvennalistans hér í hv. deild leyfi forseta til að vera fjarstaddir þennan fund. Það er hængur á því frá sjónarmiði forseta að taka þetta mál fyrir, hversu æskilegt sem væri að nota þennan dag til fundahalda.