17.04.1986
Neðri deild: 84. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4017 í B-deild Alþingistíðinda. (3706)

Um þingsköp

Páll Pétursson:

Herra forseti. Það hefur verið gott samkomulag um skipulag verka hér í dag og menn hafa sýnt hver öðrum tillitssemi. Ég sat fund og átti tal ásamt með þingflokksformanni Sjálfstfl. við hv. 3. þm. Reykv. um málin og það varð að samkomulagi að láta ganga fram umræðulaust, ef ráðherrar féllust á það, þessi 1. umr. mál, reyna að hafa fund stuttan í dag, eins stuttan og mögulegt væri, vegna þess að menn þurfa að undirbúa sig undir umræður í kvöld. Það kom engin ósk fram þá um að taka sérstaklega lögverndun á starfsheiti kennara til umræðu frekar en önnur 2. umr. mál sem hér eru á dagskránni. Líka með tilliti til þess að það vantar einn þingflokkinn í salinn held ég að ákvörðun forseta sé hárrétt.