18.04.1986
Efri deild: 79. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4069 í B-deild Alþingistíðinda. (3732)

259. mál, Útflutningsráð Íslands

Frsm. (Jón Kristjánsson):

Virðulegi forseti. Eins og fram kom við 2. umr. þessa máls var ætlunin að athuga tekjuöflun í a-lið 6. gr. milli 2. og 3. umr. En vegna þess hve liðið er á þingtímann þykir ekki annað fært en frv. fari til meðferðar Nd. og til skoðunar þar. Verði frv. um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins samþykkt þurfa breytingar á a-lið 6. gr. frv. að koma til meðferðar Ed. á ný.

Við mælum með því að frv. verði afgreitt óbreytt til Nd. til skoðunar þar.