18.04.1986
Efri deild: 79. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4102 í B-deild Alþingistíðinda. (3772)

228. mál, Seðlabanki Íslands

Frsm. minni hl. (Jón Kristjánsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir áliti minni hl. fjh.- og viðskn. um frv. til laga um Seðlabanka Íslands, 228. mál. Eins og fram hefur komið er frv. um heildarlöggjöf fyrir Seðlabanka til umræðu hér í deildinni og það er eðlilegt að þessi frv. verði afgreidd í samhengi og efni þessa frv. komi inn í heildarlöggjöf um Seðlabankann.

Í áliti mínu legg ég til að þessu frv. verði vísað til ríkisstj. En þar sem þannig stendur á að frv. til l. um Seðlabanka Íslands, 205. mál, er nú komið til fjh.- og viðskn. er sjálfsagt að athuga þessi mál í samhengi.

Umr. (atkvgr.) frestað.