06.11.1985
Efri deild: 12. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 443 í B-deild Alþingistíðinda. (383)

108. mál, Jarðboranir hf.

Stefán Benediktsson:

Virðulegi forseti. Ekki það að ég ætli að gera úr því stórmál, en ég minni á alveg hliðstætt mál sem snertir hlutafélagsstofnun. Þá var um Sementsverksmiðju ríkisins að ræða. (Gripið fram í: Og Lagmetisiðjuna.) Já, og Lagmetisiðjuna. Þessum málum var báðum vísað til iðnn. Ekki svo að skilja að ég vanmeti hæfni fjh.- og viðskn. til að fjalla um málið, en ef við ætlum að vera sjálfum okkur samkvæm hefði ég talið mjög eðlilegt að þetta mál færi til iðnn. nema þá að þetta verði héðan í frá reglan og ef um slík mál er að ræða fari þau til fjh.- og viðskn. Ég vil ekki að slík ákvörðun sé svona í dag og hinsegin á morgun, heldur að við séum okkur alveg meðvitandi um hvað við erum að gera.