06.11.1985
Efri deild: 12. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 443 í B-deild Alþingistíðinda. (384)

108. mál, Jarðboranir hf.

Eyjólfur Konráð Jónsson:

Hæstv. forseti. Ég er sammála því að hér sé um takmarkað tilfelli að ræða.

Það fer ekki á milli mála, held ég, að hérna er nánast um hreint fjárhagsmálefni að ræða, skipulagsbreytingu fjárhagslega. Ég hef borið mig saman við nokkra þingreynda menn. Mér fannst sjálfum fyrst að þetta ætti að fara til iðnn., en hef sannfærst um að eðlilegra sé að það fari til fjh.- og viðskn. Hvort þetta verður eitthvert allsherjar dæmi er annað mál. Engin þau þrjú mál sem hér hafa verið nefnd eru nákvæmlega eins. En ég held að við leysum ekki lífsgátuna í dag. Ég held að það sé rétt að þetta fari til fjh.- og viðskn.