18.04.1986
Neðri deild: 87. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4192 í B-deild Alþingistíðinda. (3845)

442. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. félmrh. fyrir svör þau sem hann gaf við fsp. mínum. Ég er ánægð með að við megum vænta svars við fsp. hv. þm. Guðrúnar Agnarsdóttur, en ég verð að viðurkenna að ég skildi ekki svar hæstv. ráðh. við hinni fsp. minni, þ.e. varðandi 200 millj. kr. aukningu í Byggingarsjóð verkamanna. Ég átta mig ekki á því um hvaða tilflutning getur verið að ræða og vil ítreka spurningu mína hvernig eigi að fjármagna þetta atriði, hvort þarna komi til aukafjárveiting eða hvort þurfi að gera breytingu á lánsfjárlögum. (Félmrh.: Það er að vísu innifalið í framlagi frá lífeyrissjóðunum.) En þarf ekki að fá heimild fyrir því í lánsfjárlögum? (Gripið fram í.)

Umr. (atkvgr.) frestað.