19.04.1986
Efri deild: 82. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4205 í B-deild Alþingistíðinda. (3863)

415. mál, skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins

Karl Steinar Guðnason:

Virðulegi forseti. Ég hef vakið athygli á því við hæstv. sjútvrh. að dagsetningar í 17. gr. frv. eru ekki eins og þær ættu að vera þannig að víðast er miðað við 14. maí, en uppgjör hinna ýmsu sjóða miðast við 15. maí. Hann telur að það muni vera hægt að ráða við þetta og því sé óhætt að láta þetta standa óbreytt. Ég efast um það og tel að það skapi ótrúlega miklu meiri vinnu en þyrfti ef dagsetningum væri breytt. En þar sem það fellur í hans hlut að axla þá óánægju sem það veldur sé ég ekki ástæðu til að gera brtt. En ég vildi vekja athygli á þessu.