19.04.1986
Efri deild: 82. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4212 í B-deild Alþingistíðinda. (3876)

387. mál, þjónustu- og endurhæfingastöð sjónskertra

Eiður Guðnason:

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. skýr og greinargóð svör við mínum spurningum og sömuleiðis hans athyglisverðu ræðu. Mér er það alveg ljóst að hann á við ramman reip að draga innan stjórnarliðsins við að bæta kjör kennara með þeim hætti sem hann lýsti svo nauðsynlegt. Ég tek fyllilega undir með honum um nauðsyn þess og heiti honum jafnframt því, a.m.k. að því leyti sem ég get talað fyrir stjórnarandstöðuna, að ekki mun standa á liðsinni okkar við það mál.