19.04.1986
Neðri deild: 89. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4229 í B-deild Alþingistíðinda. (3910)

401. mál, söluskattur

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að flytja hér langa ræðu. Ég ætla bara að lýsa því yfir að þær umræður sem hér hafa farið fram hafa í engu breytt minni afstöðu til þessa máls. Hv. 3. þm. Reykv. er ekki á nál. Hann mun ekki greiða atkvæði með þessu frv. og yfirlýsingar hans um það hvað felst í þessu frv. koma þess vegna málinu heldur lítið við og hann getur ekki talað fyrir hönd meiri hl. nefndarinnar. (SvG: Það getur Páll Pétursson aftur á móti.) Hann er einn líka.