07.11.1985
Sameinað þing: 13. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 481 í B-deild Alþingistíðinda. (402)

104. mál, endurskoðun gjaldþrotalaga

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það er hverju orði sannara sem hv. ræðumaður sagði að hv. þm. og þar með ráðherrum ber að sækja þingfundi. Hins vegar geta verið augljósar ástæður fyrir því að einstaka þingmaður eða ráðherra hafi lögfullar ástæður til þess að vera ekki viðstaddir.

Þegar framsögumaður í máli sem þessu óskar sérstaklega eftir að ákveðnir ráðherrar séu við þá er það venjulega að viðkomandi þm. tjáir forseta það og það er athugað áður en umræður hefjast. Þá fer það eftir vali viðkomandi þm. hvort hann vill fresta umræðu eða hafa umræðuna þó að þeir menn sem hann óskaði að væru viðstaddir séu fjarverandi. Nú lít ég svo á að það sé vilji hv. 1. flm. þessa máls að umræðunni sé frestað. þ.e. hann hefur lokið sinni fyrri ræðu og umræðunni verður frestað. Umræðunni er frestað.

Umr. frestað.