21.04.1986
Neðri deild: 91. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4294 í B-deild Alþingistíðinda. (4022)

401. mál, söluskattur

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég aflaði mér upplýsinga í fjmrn. í morgun um að það lægju ekki fyrir tillögur um breytingu á reglugerðum um innheimtu söluskatts í þá átt að söluskattur verði lagður á innri þjónustu ríkisstofnana, svo sem ríkisspítalanna. Með tilliti til þess mun ég fyrir mitt leyti láta þetta mál afskiptalaust og ekki greiða atkvæði þegar það verður borið upp hér á eftir.