07.11.1985
Sameinað þing: 13. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 482 í B-deild Alþingistíðinda. (403)

Um þingsköp

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Ég skal alveg fallast á réttmæti þessa sjónarmiðs hæstv. forseta, en vil leyfa mér að benda á að hér er um að ræða 15. mál á dagskrá og ég held að þetta sé fyrsti þingfundur sem hægt er að taka málið fyrir á og enginn, hvorki ég né hæstv. forseti, átti von á því að málið kæmi nú á dagskrá. Ég féllst hins vegar á þau tilmæli forseta. vegna þess að ég tel að það sé skylda mín að vera hér reiðubúinn til starfa hvenær sem á þarf að halda. ég féllst á þau tilmæli hæstv. forseta að taka málið fyrir þótt svo háttaði og gerði að sjálfsögðu ráð fyrir því að þessir ráðherrar eins og aðrir þm. væru þá tiltækir vegna þess að þeir höfðu ekki fjarvistarleyfi og mér vitanlega hafa þeir það ekki enn.

Ég óska eftir því við hæstv. forseta, og bið hann að endurskoða ákvörðun sína. að mér verði við framhaldsumræðu málsins heimilað að halda áfram ræðu minni þar sem frá var horfið.