07.11.1985
Sameinað þing: 13. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 482 í B-deild Alþingistíðinda. (404)

Um þingsköp

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Málinu hefur verið frestað, en hv. 3. þm. Vestf. talaði um þingsköp. Það er rétt eins og hann sagði að forseti hefði mælst til þess við hann að mæla fyrir þessu tiftekna máli sem er 15. mál á dagskrá. Og það var vel gert af hv. 3. þm. Vestf. að verða við þessum tilmælum. En það mátti gera ráð fyrir því fyrir fram að undir venjulegum kringumstæðum kæmi þetta mál ekki til umræðu af því að það er síðasta málið á dagskránni. Kann að vera að það sé einhver ástæða fyrir því að þeir sem hefðu átt að vera viðstaddir þessa umræðu eru farnir af fundi.

Hv. 3. þm. Vestf. óskaði eftir að halda ræðu sinni áfram. Hann hefur lokið ræðutíma sínum sem eru 15 mínútur í þessari umferð. Og það sem hann hefur talað um þingsköp er þá ekki með talið þessum 15 mínútum né sú töf sem hefur orðið á umræðunni.