21.04.1986
Neðri deild: 92. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4314 í B-deild Alþingistíðinda. (4059)

400. mál, verslun ríkisins með áfengi

Frsm. meiri hl. (Friðrik Sophusson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. meiri hl. hv. fjh.- og viðskn. á þskj. 999 um frv. til l. um breytingu á lögum nr. 63 frá 1969, um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf.

Meiri hl. nefndarinnar mælir með samþykkt frv. Kristófer Már Kristinsson var ekki viðstaddur afgreiðslu málsins, en undir þetta rita auk mín hv. þm. Páll Pétursson, Halldór Blöndal, Ólafur G. Einarsson og Jón Baldvin Hannibalsson.

Meiri hl. mælir með samþykkt frv., en minni hl. skilar nál. á sérstöku þskj. og mun hv. þm. Svavar Gestsson sjálfsagt gera grein fyrir því áliti.