21.04.1986
Neðri deild: 92. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4332 í B-deild Alþingistíðinda. (4076)

409. mál, Iðnlánasjóður

Frsm. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Á þskj. 1004 getur að líta nál. fjh.- og viðskn. Nefndin hefur athugað frv. og leggur til að það verði samþykkt eins og það var afgreitt frá Ed. Einstakir nm. áskilja sér rétt til að flytja eða fylgja brtt.

Undir þetta rita Páll Pétursson, Friðrik Sophusson, Ólafur G. Einarsson, Svavar Gestsson og Jón Baldvin Hannibalsson.

Þar er skemmst af að segja að við Friðrik Sophusson flytjum á þskj. 1006 brtt. sem er í því fólgin að 1. málsl. 1. mgr. orðist svo:

„Stjórn Iðniánasjóðs ákveður iðgjöld og tryggingarhlutföll tryggingadeildar útflutningslána en þau skulu háð samþykki iðnrh. og fjmrh.“

Það sem felst í þessari breytingu er það að fjmrh. hefur hönd í bagga með iðgjöldum og tryggingarhlutföllum útflutningslána.