22.04.1986
Neðri deild: 94. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4359 í B-deild Alþingistíðinda. (4119)

16. mál, húsnæðissparnaðarreikningar

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég hef lögin að vísu ekki fyrir framan mig en ég man það áreiðanlega rétt að í lögunum er annars vegar talað um það að um byggingu á íbúð eða íbúðarhúsi sé að ræða og þá er talað um fokheldisvottorð, ef ég man rétt, sem viðmiðun og í hinu tilvikinu er talað um kaup á íbúð og þá er talað um kaupsamning. Það er ekki minnst einu einasta orði á afnotarétt af íbúð í þessum lögum eins og ég man þau.