11.11.1985
Efri deild: 13. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 497 í B-deild Alþingistíðinda. (413)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Mér hefur borist eftirfarandi bréf:

„Reykjavík, 11. nóv. 1985.

Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna anna 1. varamanns taki 2. varamaður Framsfl. í Suðurlandskjördæmi, Guðmundur Búason kaupfélagsstjóri í Vestmannaeyjum, sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Jón Helgason,

5. þm. Suðurl.“

Þá hefur borist annað bréf:

„Reykjavík, 7. nóv. 1985.

Vegna mikilla anna sé ég mér ekki fært að taka sæti á Alþingi í fjarveru Jóns Helgasonar ráðherra.

Böðvar Bragason.“

Guðmundur Búason hefur áður tekið sæti á Alþingi og kjörbréf hans því verið rannsakað. Hann er boðinn velkominn til starfa á ný.