22.04.1986
Sameinað þing: 78. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4372 í B-deild Alþingistíðinda. (4133)

261. mál, afplánun dóma vegna fíkniefnabrota

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Allshn. hefur fjallað um till. til þál. um tafarlausa afplánun dóma vegna fíkniefnabrota. Nefndin leggur til að þessi till. verði samþykkt með breytingu sem hún flytur á þskj. 885. Breytingin er á þann veg, með leyfi forseta, ef ég les hér upp þá athugasemd sem gerð er:

„Orðin „og hafi afplánun slíkra dóma þannig forgang að öðru jöfnu“ í niðurlagi till. falli brott.“

Við viljum undirstrika það að refsingu við þessum brotum verði ætíð fullnægt, treystum okkur aftur á móti ekki til að ganga þannig frá málinu að það sé ekkert brot annað sem sé jafnörlagaríkt og þess vegna sé ekki hægt að binda þannig hendur framkvæmdavaldsins hvað það snertir, en undirstrikum mikilvægi þessa máls með því að leggja til að till. verði samþykkt.

Umr. (atkvgr.) frestað.