11.11.1985
Neðri deild: 14. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 497 í B-deild Alþingistíðinda. (414)

Varamaður tekur þingsæti

„Reykjavík, 11. nóv. 1985.

Þar sem Matthías Bjarnason, 1. þm. Vestf., getur ekki sótt þingfundi á næstunni vegna veikinda leyfi ég mér að hans beiðni með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Sjálfstfl. í Vestfjarðakjördæmi, Einar Kr. Guðfinnsson stjórnmálafræðingur, taki sæti á Alþingi í forföllum hans.

Ólafur G. Einarsson,

formaður þingflokks Sjálfstfl.“

Einar Kr. Guðfinnsson hefur setið á þingi á þessu kjörtímabili og kjörbréf hans hefur verið rannsakað og tekur hann nú sæti í dag sem varamaður Matthíasar Bjarnasonar 1. þm. Vestf. Býð ég Einar velkominn til þingstarfa.