22.04.1986
Sameinað þing: 80. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4402 í B-deild Alþingistíðinda. (4155)

25. mál, málefni aldraðra

Heilbr.- og trmrh. (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Það mál sem nú eru greidd atkvæði um að hlutast skuli um að unnið verði er þegar í fullum gangi og hefur verið um langt skeið. Heilbrrn. hefur haft um það forgöngu í gegnum samstarfsnefnd um málefni aldraðra að unnið sé að þessu verkefni, enda væri verkefni samstarfsnefndar um málefni aldraðra óframkvæmanlegt ef ekki kæmi til úttekt á ýmsum þáttum eins og hér er lagt til að gerð verði. Þetta vil ég taka fram og vegna þess að ég hef fullan hug á því að láta halda þessu máli áfram, enda málefni aldraðra með því brýnasta sem við okkur blasir í heilbrigðisþjónustunni, segi ég vitanlega já.