22.04.1986
Sameinað þing: 80. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4405 í B-deild Alþingistíðinda. (4164)

22. mál, listskreyting í Hallgrímskirkju

Frsm. (Gunnar G. Schram):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 1039 um till. til þál. um framlag ríkisins til listskreytingar Hallgrímskirkju í Reykjavík sem flutt er af Guðrúnu Helgadóttur o.fl.

Félmn. hefur fjallað um þessa þáltill. og farið yfir umsagnir allmargar sem bárust um till. og allar eru jákvæðar. Leggur nefndin til að till. verði samþykkt með breytingu sem flutt er á sérstöku þskj. sem hefur númerið 1040. Hér er um að ræða að 2. málsgr. till. breytist á þessa lund, með leyfi forseta:

„Verkefni nefndarinnar skal vera að gera verkáætlun og áætlun um þann tíma sem talið er að verkið taki, svo og kostnaðaráætlun. Jafnframt gerir nefndin tillögur um hvernig fjármögnun verksins verði best tryggð. Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.

Niðurstöður nefndarinnar verði lagðar fyrir sameinað Alþingi fyrir árslok 1987.“

Undir þetta nál. rita Gunnar G. Schram, Jóhanna Sigurðardóttir, Friðjón Þórðarson, Stefán Valgeirsson, Guðrún Helgadóttir og Kristín S. Kvaran. Árni Johnsen var fjarverandi við afgreiðslu málsins.