22.04.1986
Sameinað þing: 80. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4443 í B-deild Alþingistíðinda. (4202)

Úthlutun raðsmíðaskipa

Iðnrh. (Albert Guðmundsson):

Hæstv. forseti. Áður en ég svara spurningum sem hv. fyrirspyrjandi beindi til mín sem iðnrh. vil ég segja að Útgerðarfélag Kópaskers naut viss velvilja í iðnrn. þegar þetta mál kom þar fyrst til athugunar og alla tíð.

Útgerðarfélagið gat hins vegar ekki fullnægt settum reglum. Þar af leiðandi minnkuðu möguleikarnir.

Hv. þm. spurði hvort eðlilega hefði verið staðið að afgreiðslu þessa máls að mati iðnrn. Svarið er já. Hann spurði einnig hvort embættismaður iðnrn. hefði samþykkt niðurstöðu þessa máls. Svarið er já. Eftir gaumgæfilega athugun.