22.04.1986
Sameinað þing: 80. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4451 í B-deild Alþingistíðinda. (4217)

277. mál, rannsókna- og tilaraunastöð fiskeldis

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Þannig er að ég barnaði með nokkrum hætti þetta afkvæmi hv. þm. Björns Dagbjartssonar, þ.e. að ég flutti við það brtt. og ég sé mér til ánægju að hv. atvmn. hefur tekið hana til umfjöllunar ásamt með aðaltillögunni og afgreiðir hana eins og ég skil nál. með till. til ríkisstjórnarinnar. Ég vil því undirstrika þann skilning að með vísan þessa máls til ríkisstjórnarinnar sé jafnframt verið að vísa nefndri brtt. minni og þá uni ég því að sjálfsögðu allsæmilega eins og hv. síðasti ræðumaður gerði. Auðvitað mætti lengi búast við jákvæðari viðtökum þegar svona þörf og gáfuleg mál eru á ferðinni en við því verður ekki öllu gert. Það er út af fyrir sig nokkur viðurkenning á þeim sjónarmiðum sem hér voru gerð á þingmálum að vísa þeim beint til sérstakrar starfandi nefndar sem vinnur að þessum málum á vegum forsrn. og ég uni sem sagt þeim málalokum og fagna því að brtt. mín hefur þannig mætt þessum skilningi.