23.04.1986
Efri deild: 88. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4513 í B-deild Alþingistíðinda. (4276)

423. mál, áfengislög

Landbrh. (Jón Helgason):

Hæstv. forseti. Ég benti fyrir þessa umræðu á þá annmarka sem ég taldi vera á brtt. meiri hl. nefndarinnar. Verstu vankantarnir hafa verið sniðnir af þeim, bæði með leyfi til skyndisviptingar og einnig með því að inn er sett ákvæði um að það gjald sem greitt hefur verið fyrir þetta leyfi haldist en falli ekki niður eins og meiri hl. nefndarinnar lagði til í brtt.

Ég er enn á þeirri skoðun að upphaflega frv. sé heppilegra en mun ekki setja mig á móti þessari afgreiðslu, en það er vissulega ósýnt um hvort það nær afgreiðslu á þessu þingi í hvaða formi sem er. Ég mun svo, eftir því sem mögulegt er innan núgildandi laga, ef það fær ekki afgreiðslu, reyna að stefna að því formi sem lagt er til í upphaflega frv.