11.11.1985
Neðri deild: 14. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 517 í B-deild Alþingistíðinda. (430)

27. mál, barnalög

Forseti (Birgir Ísl. Gunnarsson):

Ég vek athygli á því að 3. mál á dagskrá þessa fundar er kosning sérnefndar skv. 15. gr. þingskapa, þ.e. sérnefnd til að fjalla um frv. til 1. um breyt. á kosningalögum sem liggur fyrir og hefur verið rætt. Þetta hefur verið á dagskrá á nokkrum fundum, en ég bið hv. þdm. að vera við því búna að kosning þessarar nefndar fari fram á miðvikudaginn kemur þannig að þingflokkar séu þá tilbúnir með tillögur um menn í þessa nefnd.