23.04.1986
Neðri deild: 96. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4542 í B-deild Alþingistíðinda. (4326)

415. mál, skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Þar sem í ljós hefur komið að m.a. Seðlabankinn hefur gersamlega í hendi sér hver niðurstaða þessara mála verður með því að hafa 90 millj. í biðstöðu, hvort þeir reikna það til skuldar við skreiðarframleiðendur eða ekki, sýnist mér að þessi till. ráði engum úrslitum í þessu máli og greiði ekki atkvæði.