23.04.1986
Neðri deild: 99. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4555 í B-deild Alþingistíðinda. (4359)

414. mál, Viðey í Kollafirði

Frsm. minni hl. (Jón Baldvin Hannibalsson):

Herra forseti. Á 107. löggjafarþingi árið 1984 bar það til að flutt var þáltill. um endurreisn Viðeyjarstofu. Af grg. mátti ráða að að því var stefnt að endurreist Viðeyjarstofa yrði virðuleg afmælisgjöf íslenska ríkisins til höfuðborgarinnar á tveggja alda afmælinu. Í niðurlagi grg. sagði þar, með leyfi forseta: