23.04.1986
Efri deild: 93. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4577 í B-deild Alþingistíðinda. (4393)

368. mál, selveiðar við Ísland

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Hv. þingdeildarmönnum er kunnugt um að nú þegar hefur fundur farið 10 mínútur fram yfir áætlaðan fundartíma. Nú eru þrír á mælendaskrá í þessu máli og möguleiki er á að veita þessum þremur hv. þm. 10 mínútur til að skipta milli sín ef það getur gengið. Ef útséð er um að hægt sé að ljúka

þessari umræðu á þeim tíma verður því miður að láta þetta mál liggja. Forseta þykir það mjög miður. Hann hefur lagt metnað sinn í að reyna að uppfylla óskir og skyldur sem honum ber til að koma málum áfram, en það virðist ekki ætla að takast betur til en orðið er.