23.04.1986
Efri deild: 93. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4578 í B-deild Alþingistíðinda. (4398)

368. mál, selveiðar við Ísland

Karl Steinar Guðnason:

Virðulegi forseti. Í 43. gr. þingskapa segir:

„Heimilt er þingmanni að krefjast þess að gengið sé til atkvæða um eitthvert þingmál umræðulaust, en það skal því aðeins gert að 2/3 fundarmanna séu því samþykkir.“

Ég óska hér með eftir því að þetta verði gert og þingdeildarmenn beri gæfu til að afgreiða þetta mál sem, eins og hæstv. sjútvrh. sagði áðan, skiptir miklu fyrir sjávarútveginn og fyrir landsmenn alla, fyrir þjóðarbúið allt.

Ég óska eftir að gengið verði þegar til atkvæða í ljósi þessarar greinar.