23.04.1986
Neðri deild: 101. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4607 í B-deild Alþingistíðinda. (4431)

341. mál, sala jarðarinnar Streitis

Forseti (Ingvar Gíslason):

Umræðum um þetta mál er lokið og málið er tekið út af dagskrá. Það eru fleiri mál sem þarf að ræða hér og það er komið að fundarlokum. Það hafa verið áætluð þingslit, eftir því sem forseti Nd. best veit, eftir tæpan klukkutíma og við það verður miðað hér í þingfundarstörfum í dag. - Það hefur komið fram ósk frá hæstv. forsrh. um það að fundarstörfunum hér ljúki ekki ef eitthvað það skyldi gerast í Ed. sem gerði það nauðsynlegt að halda hér fundarstörfum áfram og við því verður að sjálfsögðu orðið. Það verður þá gert hlé á fundi þar til kl. hálfsjö.

Umr. frestað.