22.12.1985
Sameinað þing: 35. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2097 í B-deild Alþingistíðinda. (4444)

1. mál, fjárlög 1986

Ragnar Arnalds:

Herra forseti. Veturinn 1979 voru samþykktar ýmsar umbætur í málefnum launamanna. Þá þótti sanngjarnt og eðlilegt að bændur fengju það í sinn hlut að ríkið tæki á sig þennan kostnað. Þessar umbætur voru einu nafni nefndar félagsmálapakkar. Nú sýnist mér á öllu að bændum sé með þessari till. ætlað að skila sínum pakka og taka þennan kostnað alfarið á sig. Ég segi nei.