18.11.1985
Neðri deild: 16. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 681 í B-deild Alþingistíðinda. (523)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (lngvar Gíslason):

Hér hefur borist bréf til forseta Nd.:

„Reykjavík, 18. nóv. 1985.

Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Alþfl. í Reykjaneskjördæmi, Kristín H. Tryggvadóttir fræðslufulltrúi, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Kjartan Jóhannsson,

3. þm. Reykn.“

Kristín H. Tryggvadóttir hefur setið á þingi á þessu kjörtímabili. Kjörbréf hennar hefur verið kannað og þarf ekki að kanna það að nýju. Ég býð Kristínu H. Tryggvadóttur velkomna til starfa.