21.10.1985
Neðri deild: 3. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 91 í B-deild Alþingistíðinda. (55)

52. mál, þingsköp Alþingis

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Vegna orða síðasta ræðumanns, hv. þm. Ólafs Þ. Þórðarsonar, vil ég taka það fram að tveir hv. þm. sem kjörnir hafa verið í allshn. hafa horfið hér úr þingsal til þess að láta boða fund í hv. allshn. sem allra fyrst. Þannig að sá fundur ætti að geta orðið mjög fljótt.