19.11.1985
Sameinað þing: 18. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 753 í B-deild Alþingistíðinda. (586)

Okurmál

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það skal vakin athygli á því að þó að okkur miði allvel áfram í þessari umræðu fjölgar þeim sem eru á mælendaskrá. Nú hefur verið gert ráð fyrir að þessari umræðu ljúki í dag. Það væri ekki óeðlilegt að láta sér koma til hugar að umræðunni gæti lokið fyrir kvöldmat. En ef henni verður ekki lokið fyrir kvöldmat og ef það á að ljúka henni í dag verður kvöldfundur. Ég vek athygli á þessu þannig að við séum okkur öll meðvitandi hvernig málin standa. Þar er ekki verið af hálfu forseta að takmarka umræður.