19.11.1985
Sameinað þing: 18. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 754 í B-deild Alþingistíðinda. (590)

Okurmál

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það er rétt, sem hv. 3. þm. Reykv. sagði, að það er venja að tilkynna með nokkrum fyrirvara ef það eru kvöldfundir. Hins vegar er það venja ef umræður eru utan dagskrár að ljúka þeim samdægurs. Það er venjan. En við skulum sjá, eins og sagt var hér áðan, hverju fram vindur. Við skulum ekki fara að neinu óðslega í þessu efni. Ég hef ekki trú á öðru en við finnum hina réttu og sanngjörnu lausn í þessu máli og færi nú best á því að umræðan héldi áfram.