19.11.1985
Sameinað þing: 18. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 760 í B-deild Alþingistíðinda. (593)

Okurmál

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það skal tekið fram, sem forseti hefur áður lýst, að það væru eðlileg vinnubrögð og gott verklag að ljúka þessari umræðu á þessum degi. Forseti útilokaði því ekki þann möguleika hér áður.

En síðan það var mælt hefur forseti fengið upplýsingar, sem honum voru ekki kunnar þá, á þann veg að enginn af þeim þrem ráðherrum, sem koma mest við sögu þessarar umræðu, geta mætt á fundi hér eftir kvöldmat og allir hafa lögfulla ástæðu fyrir því.

Með því að svo er þykir rétt að fresta þessari umræðu. Henni verður væntanlega haldið áfram n.k. fimmtudag.

Umr. frestað.