20.11.1985
Neðri deild: 17. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 779 í B-deild Alþingistíðinda. (610)

5. mál, jarðhitaréttindi

Forseti (Ingvar Gíslason):

Ég vil vegna þessara athugasemda minna á að deildin tók afstöðu til þeirrar megintillögu sem hv. þm. gerði í máli sínu um að vísa þessu máli til sérstakrar nefndar; tók afstöðu til þess með því að fella þá hugmynd með atkvæðagreiðslu. En eins og þetta mál liggur nú fyrir og eftir að við höfum velt þessu mjög fyrir okkur og hv. þdm. vita um skoðanir flm. 1. dagskrármálsins og þetta hefur verulega verið rætt hér, bæði í deildinni og í þingflokkum, þá sér forseti ekki annan kost vænni eða eðlilegri heldur en að bera þessi mál nú undir atkvæði hvert af öðru. Og þá er tekið fyrir, eins og kynnt var, 1. dagskrármálið, Jarðhitaréttindi, og það er atkvæðagreiðsla við 1. umr. sem nú fer fram.

Það hafa komið fram og liggja fyrir nú tvær gildar tillögur um meðferðina, annars vegar að vísa málinu til iðnn., hin er sú að vísa málinu til allshn. Ég ber upp þá tillögu að málinu verði vísað til iðnn. (Gripið fram í: Frá hverjum er sú tillaga?) Sú tillaga er frá hv. 2. þm. Norðurl. v. (Menntmrh.: Er það ekki til 2. umr. kannske?) Jú, jú. Það er líka reyndar. En sem sagt þessar tvær tillögur eru uppi og nú verða greidd atkvæði hér.