20.11.1985
Neðri deild: 17. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 781 í B-deild Alþingistíðinda. (614)

5. mál, jarðhitaréttindi

Forseti (Ingvar Gíslason):

Ég hef þegar upplýst það að tillaga er um það frá hv. 2. þm. Norðurl. v. að málið gangi til þessarar nefndar og hann grípur nánast á lofti þá tillögu sem fyrst var borin fram um þetta mál af flm. Þetta er hins vegar að verða svo langt mál að það er kannske vafi hvort allir muna lengur hver gangurinn hefur verið í þessu máli. En ég vil endurtaka það að deildin sker úr um þetta. Og nú verða þessar tillögur bornar upp og ég ber fyrst upp eins og ég hef áður kynnt 1. dagskrármálið, Jarðhitaréttindi, og þeir hv. þdm. sem vilja vísa málinu til 2. umr. gjöri svo vel að gefa merki. (HBl: Því hefur þegar verið vísað til 2. umr.) Er það klárt mál? (HBl: Já, það er bókað hér í málaskrá.) (Gripið fram í: Það er ekki verra að gera það aftur.) Ekki getur prótókollinn blekkt okkur. Það er þegar búið að vísa því til 2. umr. og þá verður borin upp tillaga um að vísa málinu til iðnn.