20.11.1985
Neðri deild: 17. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 782 í B-deild Alþingistíðinda. (623)

5. mál, jarðhitaréttindi

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Mér þykir komið í hið mesta óefni hér. Skrifarar deildarinnar eru komnir í hár saman og þurfa að hlusta á segulbandsupptöku til þess að komast að niðurstöðu um það hvor hafi á réttu að standa í sambandi við bókun málaskrár þingsins. Þar utan fáum við áskorun frá hæstv. forseta um að hafa þrek til að taka afstöðu til máls en hann einn situr hjá og hefur enga afstöðu. Þetta er hið mesta og versta mál.