20.11.1985
Neðri deild: 17. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 784 í B-deild Alþingistíðinda. (632)

59. mál, orka fallvatna

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég tel það í raun og veru með öllu tilgangslaust að senda mál þetta til hv. iðnn., sem í þessu tilfelli væri e.t.v. betur nefnd nefnd sláturleyfishafa eins og önnur slík fékk heiti hér um daginn. Það liggur nokkuð ljóst fyrir hver muni vera tilætlan virðulegs formanns þeirrar nefndar. Hún mun vera svipuð og undanfarin ár að svæfa þetta mál svefninum langa í djúpfrystinum á Höllustöðum og það væri mér því skapi næst að segja nei, herra forseti, en vegna þess að ekki liggur fyrir tillaga um neina aðra nefnd á þessu stigi málsins greiði ég ekki atkvæði.