20.11.1985
Neðri deild: 17. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 789 í B-deild Alþingistíðinda. (647)

67. mál, orkulög

Páll Pétursson:

Út af fyrir sig er ég ekkert að mótmæla þeim úrskurði forseta að fresta málinu. Ég vek athygli á því að það var að ósk stjórnarandstöðunnar sem þessu máli var frestað. Ég vek athygli á því að það kemur til með að stórtefja málið. A.m.k. verður okkur ekki unnt að vinna í því á morgun á fundi sem ég hafði hugsað mér að halda í nefndinni. Ég lýsi allri ábyrgð á hendur stjórnarandstöðunni fyrir tafir á þessu máli.