20.11.1985
Neðri deild: 17. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 790 í B-deild Alþingistíðinda. (650)

67. mál, orkulög

Stefán Guðmundsson:

Herra forseti. Ég lofa engu um hvort orðin verða mörg. Hins vegar bað ég um orðið eins og aðrir. Ég verð að segja að ég á ekki orð yfir þær umræður sem hér hafa farið fram í dag. Nú er nánast hálfur starfstími þingsins liðinn í dag. (Gripið fram í.) Menn eiga að hætta þessu snakki. Þær umræður sem hér hafa verið verða ekki til þess að auka hróður Alþingis. Ég bið menn að athuga að þessar umræður, sem hér hafa farið fram, verða ekki til þess að auka hróður Alþingis. Ég bið þess vegna menn að sitja á strák sínum, en bregðast manneskjulega við og afgreiða þessi mál og hætta öllu snakki.