25.11.1985
Neðri deild: 18. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 865 í B-deild Alþingistíðinda. (686)

Yfirlýsing frá forseta Nd.

Forseti (Ingvar Gíslason):

Forseti hefur smátilkynningu að flytja. Forseti hefur þá leiðu en nauðsynlegu yfirlýsingu að flytja að í ljós kom við nánari könnun á þingmálinu Jarðhitaréttindi, 5. mál Nd., þskj. 5, að því var í raun ekki með réttum hætti vísað til 2. umr. samtímis því sem málinu var vísað til nefndar á síðasta fundi hv. þingdeildar. Forseti telur nauðsynlegt að úr þessum annmarka verði bætt og væntir góðs samstarfs við hv. þingdeild um að slíkri úrbót verði fram komið.

Forseti tekur á sig þau mistök sem hér hafa orðið og væntir þess að um úrbót þessa ríki fullur skilningur og samstarf hv. þingdeildar við forseta. Forseti mun því kveðja til nýs fundar að loknum þessum fundi og taka þá á dagskrá meðal annarra mála þingmálið Jarðhitaréttindi, 5. mál Nd., þskj. 5, frh. atkvgr. um þá till. að vísa málinu til 2. umr.

Málaskrá þessarar hv. deildar hefur að sjálfsögðu verið leiðrétt í samræmi við það sem hér liggur nú fyrir. Þetta kom í ljós við nánari athugun á bókunum og með því að hlusta á segulbandsupptöku af fundinum.